Svör við innsendum spurningum

Er þetta ekki algjört rugl?

Spurning:

Er þetta ekki algjört rugl? Þið miðið við Flytoget sem hefur kostað norska ríkið stórfé og er rekið með halla á hverju ári.

Svar

Í skýrslunni er vísað til ársreikninga bæði Flytoget og Arlanda Express. Góður hagnaður er af rekstri beggja þessara fyrirtækja. Það er hins vegar rétt að stofnkostnaður Flytoget sem upphaflega var áætlaður um 100 milljarðar króna líkt og hér fór úr böndum og endaði í tvöfaldri þeirri fjárhæð vagna gangagerðar. Hér vísast í fyrra svar um göngin og áhættu þeim samfara sem þarf að lágmarka. Síðan vísast í upplýsandi pistil Gísla Kristjánssonar í Speglinum frá í vetur sem er að finna hér: http://www.ruv.is/frett/hradlest-her-hradlest-thar