Svör við innsendum spurningum

Hafa verið gerðar veðurfræðilegar athuganir?

Spurning:

Hafa verið gerðar veðurfræðilegar athuganir í sambandi við rekstur lestarinnar hér á Íslandi, getur lestin t.d. keyrt á fullri ferð í 20-30 metrum á sek.? 

Svar

Lestir sem þessar eru víða reknar við verðurfarsleg skilyrði sem eru mun erfiðari en á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Flytoget í Oslo keyrir á rúmlega 200 km. hámarkshraða og ekki er dregið úr hraða nema að hliðarvindur verði meiri en 26 m. sek. Við slíkar aðstæður er hægt á kerfinu.