Svör við innsendum spurningum

Mjódd sem endastöð

Spurning:

Mjódd er því sem næst miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Þá þyrfti ekki að grafa göng. Var sá kostur skoðaður?

 

Svar

Já, sá kostur var ásamt ýmsum öðrum skoðaður á frumstigi. BSÍ er valinn sem endastöð af eftirtöldum ástæðum :

  1. Vegna skipulagsmála en Reykjavíkurborg stefnir að því að byggja upp nýja samgöngumiðstöð þar sem verður besti tengipunktur á höfuðborgarsvæðinu. Þar mun verða miðstöð strætó um borgina, rútumiðstöð út á land og tengingar við aðra ferðamáta. Þetta skiptir miklu máli auk þess sem minna má á að skýrslan gerir ráð fyrir að innanlandsflug verði áfram í Vatnsmýri og skapast þar tengimöguleikar milli innanlands- og millilandaflugs.
  2. Lang stærstu hluti tekna lestarinnar er af erlendum ferðamönnum sem koma til landsins. Þeir vilja í flestum tilfellum komast sem hraðast sem næst miðborginni. Þessi staðsetning þjónar þeim vel.
  3. Staðsetning í Mjódd myndi einnig kalla á göng eða veruleg neikvæð umhverfisáhrif ef farið yrði yfirborðsleið um útivistarsvæði höfuðborgarbúa og hverfin að Mjóddinni.