Svör við innsendum spurningum

Verð og sveigjanleiki

Spurning:

Forráðamenn Flytoget segja suma farþega taka rútu vegna sveigjanlegri áætlana. Teljið þið virkilega ekki verð skipta þar máli? 

Svar

Gert er ráð fyrir að flugfarþegar standi undir 87% tekna, að langmestu leyti erlendir ferðamenn. Í Osló eru rútur með 16% markaðshlutdeild erlendra farþega sem ferðast til og frá flugvellinum. Í skýrslunni segir um þetta atriði:

„Í samtölum skýrsluhöfunda við stjórnendur Flytoget kom fram að margir af þeim flugfarþegum sem velja að ferðast með rútu milli Gardermoen og Osló í stað lestar geri það vegna fjölbreyttara leiðakerfis sem sem rúturnar bjóða upp á. Farþegar komast þannig nær lokaáfangastað sínum með því að velja rútu. Hér spilar jafnframt inn í að mun hærra hlutfall lestarfarþega í Osló eru innlendir farþegar en gert er ráð fyrir að verði raunin hér á landi. Hvað erlenda flugfarþega varðar sem koma til Íslands er því hins vegar þannig háttað að langstærstur hluti þeirra er á leið til miðborgar Reykjavíkur og því má færa rök fyrir því að fjölbreyttara leiðarkerfi annarra samgöngumáta hafi minni áhrif á samkeppni við lestina hér á landi en víðast annars staðar.“
Væntanlega má gera ráð fyrir svipaðir hlutdeild hópferðarbifreiða hér og þar, þrátt fyrir ofangreindan fyrirvara. Fargjald með rútu í dag eru tæpar 2.000 krónur. Ódýrustu fargjöld með lestinni eru áætluð 800 krónur.