Fréttir

7. júlí 2014

Samfélagslegur ábati af lestinni 40 til 60 milljarðar

Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur kynnti rétt í þessu skýrslu Mannvits um samfélagslegan ábata af lestinni sem er 40-60 ma.kr., núvirtur miðað við 5% ávöxtunarkröfu og 30 ára arðsemistíma.


Um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis og umhverfisáhrifa.


Auk reiknaðs samfélagslegs ábata skapar verkefnið möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem gætu minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.

Á Suðurnesjum er verkefnið líklegt til að hafa áhrif til hækkunar á fasteignaverði og launastigi ásamt því að auka nýfjárfestingar og vaxtarmöguleika fyrirtækja þar vegna stærri markaðar og skilvirkari samgangna. Líklegt er að Suðurnes verði fýsilegri kostur en áður fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að vali á höfuðstöðvum.