Fréttir

7. júlí 2014

Kostnaður áætlaður 102 milljarðar - Rekstur gæti hafist 2023

Guðmundur Guðnason, verkfræðingur og sviðstjóri samgöngusviðs verkfræðistofunnar Eflu kynnti rétt í þessu á fundi í BSÍ greiningu á áætluðum kostnaði við að byggja upp hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og BSÍ.


Lestarleiðin er um 47 km, þar af 12 km í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endastöð við BSÍ.


Gert er ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði.


Undirbúningur framkvæmda getur hafist árið 2015 en framkvæmdir þremur árum síðar sem taka að lágmarki fimm ár. Rekstur gæti þannig mögulega hafist árið 2023.


Miðað er við að lestin gangi frá kl. fimm að morgni til kl. eitt eftir miðnætti og gangi á 15 mínútna fresti á annatíma en á hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími verður 15-19 mínútur.

Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna sem skiptist með eftirfarandi hætti:

 

Kostnaðarliður m.kr.
Göng 15.200
Mannvirki og jarðvinna ofanjarðar 34.000

Járnbrautarstöðvar (KEF+Millistöð+REK)        

3.500
Aðstaða fyrir geymslu og viðhald 4.500
Járnbrautarteinar 18.000
Merkja- og stjórnbúnaður 4.300
Raflagnir 6.500
Járnbrautarlestir 16.000
Samtals  102.000